Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 12:30 Skjáskot af leit á JustWatch þar sem sést hvar bíómyndin Braveheart er aðgengileg áhorfs fyrir Íslendinga. Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. Það sem JustWatch gerir er að sameina streymisveitur sem notendur eru með áskriftar að í eina leitarvél. Vilji maður til að mynda horfa á Braveheart (eins og allir eiga að gera) þá getur maður leitað í JustWatch og þjónustan vísar manni á Disney+ þar sem áskrifendur geta horft. Þegar leitað er að Godfather vísar JustWatch á Google Play þar sem hægt er að leigja kvikmyndina fyrir 380 krónur. Það er væntanlega vegna þess að engin streymisveita er með réttinn til að sýna myndina hér á landi. Gagnagrunnur JustWatch tekur mið af því sem við Íslendingar getum horft á. Það er að segja hvað við höfum rétt á að horfa á en kvikmyndir og þættir flakka iðulega á milli streymisveita. Þjónustan er þó ekki tengd íslensku streymisveitunum Stöð 2+ og Sjónvarpi Símans. Bíó og sjónvarp Netflix Disney Amazon Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það sem JustWatch gerir er að sameina streymisveitur sem notendur eru með áskriftar að í eina leitarvél. Vilji maður til að mynda horfa á Braveheart (eins og allir eiga að gera) þá getur maður leitað í JustWatch og þjónustan vísar manni á Disney+ þar sem áskrifendur geta horft. Þegar leitað er að Godfather vísar JustWatch á Google Play þar sem hægt er að leigja kvikmyndina fyrir 380 krónur. Það er væntanlega vegna þess að engin streymisveita er með réttinn til að sýna myndina hér á landi. Gagnagrunnur JustWatch tekur mið af því sem við Íslendingar getum horft á. Það er að segja hvað við höfum rétt á að horfa á en kvikmyndir og þættir flakka iðulega á milli streymisveita. Þjónustan er þó ekki tengd íslensku streymisveitunum Stöð 2+ og Sjónvarpi Símans.
Bíó og sjónvarp Netflix Disney Amazon Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira