Bjarni Magnússon: „Veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 21:49 Bjarni Magnússon var ósáttur við dómara kvöldsins, en tekur jákvæða punkta úr leiknum. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með baráttuna í sínum leikmönnum og segist taka jákvæða punkta út úr leiknum, þrátt fyrir 43 stiga tap gegn Villeunueve í Evrópubikarnum. „Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira