Heimsfrægt listaverk eftir Banksy selst á rúma þrjá milljarða króna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. október 2021 20:16 Listaverkið seldist á 25,4 milljónir bandaríkjadali eða tæpa 3,3 milljarða íslenskra króna. Getty/Scheuber Listaverk eftir breka götulistamanninn Banksy seldist á rúma þrjá milljarða á uppboði í London í dag. Verðið er það hæsta sem fengist hefur fyrir Banksy-verk. Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar. Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar.
Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10