Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2021 16:01 Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar