Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2021 16:01 Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar