Stefanía Bjarney tilnefnd sem frumkvöðull ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 13:01 Stefanía Bjarney flutti erindi á setningu Nýsköpunarviku. Mummi Lú Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, famkvæmdastjóri og meðstofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo, er tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards í flokknum frumkvöðull ársins. Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09