Stórlið Barcelona og AC Milan sögð vera með augun á Lingard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Newcastle United. EPA-EFE/PETER POWELL Jesse Lingard gæti endað hjá stórliði á Spáni eða Ítalíu ef marka má fréttir af kappanum í erlendum miðlum. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira