Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 13. október 2021 21:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“ Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira