Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 10:59 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir að metþátttaka í íbúakosningunni sé í vændum. Vísir Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur. Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Sjá meira
Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur.
Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Sjá meira
Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01
Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01
Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31