Hannes: „Heimir vill ekki hafa mig hjá félaginu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 09:28 Hannes Þór Halldórsson veit ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilji ekki hafa hann lengur hjá félaginu. Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Eftir þetta tímabil, þar sem Valur endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, fékk Valur Guy Smit frá Leikni. Í viðtali við síðdegisþáttinn á útvarpsstöðinni K100 segir Hannes að Heimir hafi tjáð honum að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Val. Markvörðurinn segist ekkert hafa heyrt í neinum frá Val síðan þá. „Ég get alveg sagt hlutina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Hannes sem segist ekki hafa fengið neinar frekari skýringar frá Heimi, af hverju hann vildi ekki halda honum hjá Val. Hannes veit ekki hvernig málin verði til lykta leidd, hvort hann verði áfram hjá Val eða rói á önnur mið. „Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin og er, að því er ég best veit, ekki unnið í að leysa,“ sagði Hannes. Hann hefur ekki í hyggju að leggja hanskana á hilluna en veit þó ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana,“ sagði Hannes. Ekki hefur verið mikið um þreifingar frá öðrum félögum. „Það hefur ekki verið mikið ef ég á að segja eins og er. Nú er ég bara að giska, fólk veit kannski ekki hver staðan er,“ sagði Hannes. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira