Mál Petito hefur vakið mikla athygli en hin 22 ára ferðabloggari hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana.
Lík hennar fannst í síðasta mánuði í Wyoming og varð rannsakendum snemma ljóst að hún hafði verið myrt. Dánarstjórinn hefur nú gefið út að Petito hafi verið kyrkt. Hann vildi þó ekki gefa upp hvort einhvers konar tól hefði verið notað við verknaðinn.
Lögreglan í Wyomong vill ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á Petito en Laurie hvarf sjálfur eftir að hann sneri heim úr ferðalaginu. Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur honumfyrir að svíkja út fé með greiðslukorti.