Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 21:00 Squid Game eru suður-kóreskir þættir sem njóta vinsælda um allan heim. Vísir/netflix Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“ Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“
Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10
Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent