Karl Axelsson hæstaréttardómari orðinn prófessor við HÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 16:31 Karl Axelsson, sem starfar sem hæstaréttardómari, hefur verið gerður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt, er orðinn prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarið hafa dómarar við réttinn sætt gagnrýni vegna aukastarfa sinna utan dómstólanna og töluverð umræða skapast um það fyrirkomulag. Karl er nú skráður sem prófessor á vef Háskóla Íslands en hann fékk framgang í starf prófessors þann 1. júlí síðastliðinn. Karl er ekki einn dómara við Hæstarétt sem sinnir kennslu við Háskóla Íslands. Benedikt Bogason, forseti réttarins, er einnig prófessor við lagadeild. Ólafur Börkur Þorvaldsson er þá stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Bæði Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir sögðu störfum sínum við háskólann lausum þegar þær voru skipaðar við Hæstarétt í nóvember í fyrra. Þá var Sigurður Tómas Magnússon stundakennari við Háskólann í Reykjavík en eftir mikla gagnrýni, eftir að hann var dómari í máli HR í Hæstarétti, sagði hann skilið við þá stöðu. Aukastörf dómara hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri og hafa margir harðlega gagnrýnt þau. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, hefur verið einn hörðustu gagnrýnendanna. Var hann einstaklega harðorður í garð dómaranna í vor þegar hann sagði frá því að hæstaréttardómarar hafi, að sögn Jóns, óskað eftir því sérstaklega þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm eins og hugmyndir voru uppi um að gera. Að mati Jóns höfðu dómararnir séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólum. „Það er ekki boðlegt það bandalag sme myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir,“ skrifaði Jón Steinar í grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. maí síðastliðinn. Gagnrýndi hann þar að dómarar við Hæstarétt væru á launaskrá hjá Háskóla Íslands. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, hefur einnig gagnrýnt aukastörfin mikið og meðal annars bent á hve óeðlilegt honum þyki að dómarar við Hæstarétt séu fastráðnir við deildir háskóla. Þar geti þeir til að mynda haft áhrif á deildarfundi og túlkun laga sem geti svo haft áhrif á hvort aðrir séu tilbúnir til að gagnrýna störf réttarins. Greint var frá því nokkrum dögum síðar að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, væri í 48 prósenta starfshlutfalli sem prófessor við HÍ og fengi fyrir það 423.003 krónur í mánaðarlaun. Karl Axelsson var þá skráður sem dósent í 20 prósenta starfsstöðu og fengi liðlega 142 þúsund krónur í laun á mánuði. Benedikt tilkynnti þó í kjölfarið að hann myndi draga úr kennslu við HÍ á næsta skólaári, því sem er nú hafið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvenær Karl fékk framgang í starf prófessors. Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Stjórnarskrá Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47 Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
Karl er nú skráður sem prófessor á vef Háskóla Íslands en hann fékk framgang í starf prófessors þann 1. júlí síðastliðinn. Karl er ekki einn dómara við Hæstarétt sem sinnir kennslu við Háskóla Íslands. Benedikt Bogason, forseti réttarins, er einnig prófessor við lagadeild. Ólafur Börkur Þorvaldsson er þá stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Bæði Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir sögðu störfum sínum við háskólann lausum þegar þær voru skipaðar við Hæstarétt í nóvember í fyrra. Þá var Sigurður Tómas Magnússon stundakennari við Háskólann í Reykjavík en eftir mikla gagnrýni, eftir að hann var dómari í máli HR í Hæstarétti, sagði hann skilið við þá stöðu. Aukastörf dómara hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri og hafa margir harðlega gagnrýnt þau. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, hefur verið einn hörðustu gagnrýnendanna. Var hann einstaklega harðorður í garð dómaranna í vor þegar hann sagði frá því að hæstaréttardómarar hafi, að sögn Jóns, óskað eftir því sérstaklega þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm eins og hugmyndir voru uppi um að gera. Að mati Jóns höfðu dómararnir séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólum. „Það er ekki boðlegt það bandalag sme myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir,“ skrifaði Jón Steinar í grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. maí síðastliðinn. Gagnrýndi hann þar að dómarar við Hæstarétt væru á launaskrá hjá Háskóla Íslands. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, hefur einnig gagnrýnt aukastörfin mikið og meðal annars bent á hve óeðlilegt honum þyki að dómarar við Hæstarétt séu fastráðnir við deildir háskóla. Þar geti þeir til að mynda haft áhrif á deildarfundi og túlkun laga sem geti svo haft áhrif á hvort aðrir séu tilbúnir til að gagnrýna störf réttarins. Greint var frá því nokkrum dögum síðar að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, væri í 48 prósenta starfshlutfalli sem prófessor við HÍ og fengi fyrir það 423.003 krónur í mánaðarlaun. Karl Axelsson var þá skráður sem dósent í 20 prósenta starfsstöðu og fengi liðlega 142 þúsund krónur í laun á mánuði. Benedikt tilkynnti þó í kjölfarið að hann myndi draga úr kennslu við HÍ á næsta skólaári, því sem er nú hafið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvenær Karl fékk framgang í starf prófessors.
Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Stjórnarskrá Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47 Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47
Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49
Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51