Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:58 Spænski fasistar hylla þá sem þeir kalla „hetjur“ landvinninga Spánar í Barcelona í dag. Í dag er minnst komu Kristófers Kólumbusar til „nýja heimsins“ árið 1492. Vísir/EPA Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur. Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur.
Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira