Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 15:06 Frá annarri æfingu kínverskra hermanna í fyrra. EPA/MAXIM SHIPENKOV Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. Spennan milli ríkjanna hefur aukist mjög að undanförnu og óttast ráðamenn í Taívan mögulega innrás frá Kína. Umræddar æfingar fólu í sér að nota báta til að lenda svokölluðum árásarherdeildum, sprengjusérfræðingum og öðrum með bátum. Hermennirnir léku svo eftir árás á ströndina í Fujian-héraði. Í frétt Reuters segir að möguleg innrás Kína í Taívan myndi að mestu koma frá Fujian-héraði því það sé sá hluti meginlandsins sem er næstur eyríkinu. Opinbert dagblað hersins birti myndband á samfélagsmiðlinum Weibo sem sýndi æfingarnar. Svo virðist sem tiltölulega fáir hermenn hafi tekið þátt i æfingunum. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Um síðustu helgi sagðist hann vonast til þess að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Í Kína hefur geta hersins aukist til muna með mikilli nútímavæðingu, þjálfun og miklum fjárútlátum til varnarmála. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39 Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Spennan milli ríkjanna hefur aukist mjög að undanförnu og óttast ráðamenn í Taívan mögulega innrás frá Kína. Umræddar æfingar fólu í sér að nota báta til að lenda svokölluðum árásarherdeildum, sprengjusérfræðingum og öðrum með bátum. Hermennirnir léku svo eftir árás á ströndina í Fujian-héraði. Í frétt Reuters segir að möguleg innrás Kína í Taívan myndi að mestu koma frá Fujian-héraði því það sé sá hluti meginlandsins sem er næstur eyríkinu. Opinbert dagblað hersins birti myndband á samfélagsmiðlinum Weibo sem sýndi æfingarnar. Svo virðist sem tiltölulega fáir hermenn hafi tekið þátt i æfingunum. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Um síðustu helgi sagðist hann vonast til þess að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Í Kína hefur geta hersins aukist til muna með mikilli nútímavæðingu, þjálfun og miklum fjárútlátum til varnarmála. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu.
Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07 Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39 Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25
Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2. október 2021 10:07
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01
Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent