Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 22:45 Fyrir utan Bráðamóttökuna. Vísir/Vilhelm Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. Svona lýsa hjúkrunarfræðingar á Bráðamótttöku Landspítalans ástandinu þar í fréttatilkynningu sem þeir sendu á fjölmiðla í kvöld. Segja þeir að stjórnendum spítalans sem og heilbrigðisyfirvöldum hafi verið full ljóst að hættuástand skapist á deildinni við þær aðstæður sem lýst er í tilkynningunni. „Það hefur ekki leitt til neinna breytinga og sjúklingum er boðið uppá að liggja á bekkjum á göngum deildarinnar, í öllum skúmaskotum og jafnvel í herbergi ætluðu starfsfólki til að matast í og inn á herbergi ætluðu aðstandendum,“ skrifa hjúkrunarfræðingarnir. Mikill biðtími geti því verið eftir aðstoð heilbrigðisstarfsfólks á Bráðamóttökunni. „Daglega kemur upp sú staða að sjúkrabílar bíða með sjúklinga á börum þar sem ekki er til pláss og daglega fyllist biðstofa Bráðamóttökunnar af veiku og slösuðu fólki sem bíður allt upp í 6 klst eftir því að komast inn í skoðun, greiningu og meðferð,“ segir í tilkynningunni. Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Fjöldi þeirra sem þurfi á aðstoð Bráðamóttökunnar sé dag eftir mun meiri en gert er ráð fyrir. „Dag eftir dag fer fjöldi sjúklinga yfir 80 talsins í rými sem ætlað er 36 veikum og slösuðum. Dag eftir dag bíða allt að 30 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir spítalans og þegar verst lætur bíða á deildinni milli 40 og 50 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir,“ segir í tilkynningunni. Óttinn við að gera mistök sé mikill við þessar aðstæður. „Hættuástand vegna þess að öryggi sjúklinga er ekki tryggt, vegna þess að líkur á mistökum stóraukast og vegna þess að hjúkrunarfræðingar, jafnt og annað starfsfólk er yfirkeyrt á vöktum sínum vikum og mánuðum saman. Við þessar starfsaðstæður óttast starfsfólk að gera mistök sem geta haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar og þurfa að lifa með því.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. 4. ágúst 2021 16:28 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Svona lýsa hjúkrunarfræðingar á Bráðamótttöku Landspítalans ástandinu þar í fréttatilkynningu sem þeir sendu á fjölmiðla í kvöld. Segja þeir að stjórnendum spítalans sem og heilbrigðisyfirvöldum hafi verið full ljóst að hættuástand skapist á deildinni við þær aðstæður sem lýst er í tilkynningunni. „Það hefur ekki leitt til neinna breytinga og sjúklingum er boðið uppá að liggja á bekkjum á göngum deildarinnar, í öllum skúmaskotum og jafnvel í herbergi ætluðu starfsfólki til að matast í og inn á herbergi ætluðu aðstandendum,“ skrifa hjúkrunarfræðingarnir. Mikill biðtími geti því verið eftir aðstoð heilbrigðisstarfsfólks á Bráðamóttökunni. „Daglega kemur upp sú staða að sjúkrabílar bíða með sjúklinga á börum þar sem ekki er til pláss og daglega fyllist biðstofa Bráðamóttökunnar af veiku og slösuðu fólki sem bíður allt upp í 6 klst eftir því að komast inn í skoðun, greiningu og meðferð,“ segir í tilkynningunni. Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Fjöldi þeirra sem þurfi á aðstoð Bráðamóttökunnar sé dag eftir mun meiri en gert er ráð fyrir. „Dag eftir dag fer fjöldi sjúklinga yfir 80 talsins í rými sem ætlað er 36 veikum og slösuðum. Dag eftir dag bíða allt að 30 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir spítalans og þegar verst lætur bíða á deildinni milli 40 og 50 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir,“ segir í tilkynningunni. Óttinn við að gera mistök sé mikill við þessar aðstæður. „Hættuástand vegna þess að öryggi sjúklinga er ekki tryggt, vegna þess að líkur á mistökum stóraukast og vegna þess að hjúkrunarfræðingar, jafnt og annað starfsfólk er yfirkeyrt á vöktum sínum vikum og mánuðum saman. Við þessar starfsaðstæður óttast starfsfólk að gera mistök sem geta haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar og þurfa að lifa með því.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. 4. ágúst 2021 16:28 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. 4. ágúst 2021 16:28
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49