„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:01 Diana Taurasi fagnar sigrinum á Las Vegas liðinu en svo var hún rokin heim til að taka á móti barninu sínu í heiminn. AP/Chase Stevens Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Sjá meira
Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Sjá meira