Arnar: Ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessar eldri drottningar með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 19:06 Arnar Pétursson hrósaði íslenska liðinu eftir sigurinn á Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Serbíu í undankeppni EM 2022 í dag. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20