Arnar: Ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessar eldri drottningar með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 19:06 Arnar Pétursson hrósaði íslenska liðinu eftir sigurinn á Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Serbíu í undankeppni EM 2022 í dag. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20