Kjarnorkuvísindamaðurinn AQ Khan er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 09:54 AQ Khan veðrur líklega helst minnst fyrir að hafa selt kjarnorkutækni til Norður-Kóreu, Líbíu og Íran. EPA/T. MUGHAL Pakistanski kjarnorkuvísindamaðurinn Abdul Qadeer Khan, betur þekktur sem AQ Khan, er látinn, 85 ára að aldri. Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk. Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk.
Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira