Kostar Newcastle tæpan einn og hálfan milljarð að reka Steve Bruce Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 11:01 Það kostar Newcastle United átta milljónir punda að reka Steve Bruce (t.h.), þjálfara liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Það mun kosta nýja eigendur Newcastle United átta milljónir punda eða tæplega einn og hálfan milljarð íslenskra króna að reka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Samkvæmt frétt The Telegraph ætla nýir eigendur Newcastle United að eyða rúmum 190 milljónum punda í janúar. Nýir eigendur félagsins eru þeir ríkustu í heimi en félagið getur þó ekki eytt endalaust sökum reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Hvort kostnaður nýs þjálfara sé inn í þessari tölu sem talið er að Newcastle ætli og geti eytt í janúar er óvíst en ljóst er að það kostar 8 milljónir punda að sparka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Þá er kostnaður varðandi nýjan þjálfara ekki tekinn með inn í myndina. Day one of Newcastle's Saudi revolution:- Premier League backlash- Steve Bruce's 8m pay off- Shearer ready to accept ambassadorial offer- McParland in line for consultancy roleReport by @Tom_Morgs @LukeEdwardsTele @TelegraphDucker @ben_rumsby https://t.co/0jX4Fo0X1E #NUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 8, 2021 Bruce virðist vita að starf hans hangi á bláþræði en hann hefur viðurkennt að hann óttast það að vera rekinn hvað á hverju. Ef hann fær sparkið nú í landsleikjahléinu mun Graeme Jones, sem var aðstoðarmaður enska landsliðsins á EM í sumar, stýra liðinu gegn Tottenham Hotspur næsta sunnudag. Samkvæmt Telegraph hefur ekki verið tekin ákvörðun hver næsti þjálfari liðsins verður. Það er ljóst að það stefnir í töluverðar breytingar hjá Newcastle, innan vallar sem utan. Alan Shearer – goðsögn hjá félaginu - hefur boðið fram krafta sína. Hann er tilbúinn að taka við sendiherrahlutverki hjá Newcastle en Shearer ku hafa verið mjög ánægður með yfirtöku Sádanna. Frank McParland, fyrrum yfirnjósnari Liverpool, verður að öllum líkindum ráðgjafi stjórnar félagsins varðandi leikmannakaup og fleira því tengdu. Hinn 63 ára gamli McParland mun spila stórt hlutverk í mögulegum kaupum félagsins í janúar. Ásamt því að hafa starfað fyrir Liverpool hefur hann einnig unnið fyrir Brentford, Burnley, Rangers og Nottingham Forest. Þar sem Newcastle skilaði hagnaði upp á 38 milljónir punda á síðustu þremur árum getur félagið eytt rúmlega 190 milljónum punda í janúar án þess að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar sem liðið hefur ekki enn unnið leik þegar sjö umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni má reikna með að þeirri upphæð verði eytt til þess að tryggja að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00 Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Samkvæmt frétt The Telegraph ætla nýir eigendur Newcastle United að eyða rúmum 190 milljónum punda í janúar. Nýir eigendur félagsins eru þeir ríkustu í heimi en félagið getur þó ekki eytt endalaust sökum reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Hvort kostnaður nýs þjálfara sé inn í þessari tölu sem talið er að Newcastle ætli og geti eytt í janúar er óvíst en ljóst er að það kostar 8 milljónir punda að sparka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Þá er kostnaður varðandi nýjan þjálfara ekki tekinn með inn í myndina. Day one of Newcastle's Saudi revolution:- Premier League backlash- Steve Bruce's 8m pay off- Shearer ready to accept ambassadorial offer- McParland in line for consultancy roleReport by @Tom_Morgs @LukeEdwardsTele @TelegraphDucker @ben_rumsby https://t.co/0jX4Fo0X1E #NUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 8, 2021 Bruce virðist vita að starf hans hangi á bláþræði en hann hefur viðurkennt að hann óttast það að vera rekinn hvað á hverju. Ef hann fær sparkið nú í landsleikjahléinu mun Graeme Jones, sem var aðstoðarmaður enska landsliðsins á EM í sumar, stýra liðinu gegn Tottenham Hotspur næsta sunnudag. Samkvæmt Telegraph hefur ekki verið tekin ákvörðun hver næsti þjálfari liðsins verður. Það er ljóst að það stefnir í töluverðar breytingar hjá Newcastle, innan vallar sem utan. Alan Shearer – goðsögn hjá félaginu - hefur boðið fram krafta sína. Hann er tilbúinn að taka við sendiherrahlutverki hjá Newcastle en Shearer ku hafa verið mjög ánægður með yfirtöku Sádanna. Frank McParland, fyrrum yfirnjósnari Liverpool, verður að öllum líkindum ráðgjafi stjórnar félagsins varðandi leikmannakaup og fleira því tengdu. Hinn 63 ára gamli McParland mun spila stórt hlutverk í mögulegum kaupum félagsins í janúar. Ásamt því að hafa starfað fyrir Liverpool hefur hann einnig unnið fyrir Brentford, Burnley, Rangers og Nottingham Forest. Þar sem Newcastle skilaði hagnaði upp á 38 milljónir punda á síðustu þremur árum getur félagið eytt rúmlega 190 milljónum punda í janúar án þess að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar sem liðið hefur ekki enn unnið leik þegar sjö umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni má reikna með að þeirri upphæð verði eytt til þess að tryggja að liðið haldi sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00 Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51