Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Snorri Másson skrifar 8. október 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill Þórólfs Guðnasonar, sem ákvað í dag að hætta notkun Moderna. Vísir Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55