Ítalir höfðu betur í baráttunni um bronsið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ítalir undir stjórn Mancini hirtu bronsið.
Ítalir undir stjórn Mancini hirtu bronsið. vísir/getty

Evrópumeistarar Ítala tryggðu sér bronsverðlaun Þjóðadeildar Evrópu með 2-1 sigri á Belgum á Ítalíu í dag.

Tvær af skærustu stjörnum Belga yfirgáfu landsliðshópinn eftir tapið gegn Frökkum í undanúrslitum þar sem þeir Romelu Lukaku og Eden Hazard héldu til síns heima í stað þess að taka þátt í bronsleiknum.

Ítalir náðu forystunni þegar Nicolo Barella skoraði laglegt mark í upphafi síðari hálfleiks.

Domenico Berardi tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Belgar gáfust ekki upp. Kevin De Bruyne kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark fyrir ungstirnið Charles De Ketelaere á 85.mínútu. Nær komust Belgarnir þó ekki og Ítalir því handhafar bronsverðlaunanna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira