Lífið

Fjögurra daga tónlistarhátíð Extreme Chill er hafin

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Breska hljómsveitin Plaid verður ein af skrautfjöðrum Extreme Chill hátíðarinnar í ár. 
Breska hljómsveitin Plaid verður ein af skrautfjöðrum Extreme Chill hátíðarinnar í ár. 

Í gær, fimmtudag, byrjaði tónlistarhátíðin Extreme Chill en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin. 

„Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík,“ segir Pan Thorarensen tónlistarmaður og forsprakki hátíðarinnar.

Hátíðin byrjaði með pompi og prakt í Hörpunni í gær og segir Pan allt hafa gengið mjög vel og að mikil stemmning sé fyrir helginni. 

Roger Eno spilar í kvöld í Hörpunni en uppselt er á þá tónleika. Ennþá er þó hægt að kaupa dagsmiða fyrir laugardaginn sem og lokatónleika hátíðarinnar á sunnudag. Þá spilar hin goðsagnakennda raf-sveit Plaid. Viðburður sem engin má missa af.

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim.

Á hátíðinni koma saman ólíkir listamenn allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískari listamanna. 

Plaid, Roger Eno, Mixmaster Morris, BJARKI, Mathilde Caeyers & Arrtu Niemenen, Ingibjörg Elsa Turchi, Kjartan Hólm, Hekla, Hermigervill, Borgar Magnason, Harp & Arp, Skurken, Tonik Ensemble, Good Moon Deer, Brynjar Daðason & Hafdís Bjarnadóttir, MSEA, Soddill svo eitthvað sé nefnt. 

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×