Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 19:30 Farþegum til landsins fjölgaði í sumar eftir að farið var að hleypa fullbólusettu fólki frá Bandaríkjunum til Íslands. Nú ber hins vegar á því að flugfélög séu að draga úr sætaframboði sínu í vetur og næsta sumar vegna harðari aðgerða á landamærunum hér en í flestum öðrum samkeppnislöndum. Stöð 2/Egill Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. Áform Isavia um stórkostlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fóru í biðstöðu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia segir umferð um flugvöllinn hafa á skömmum tíma farið niður í nánast ekki neitt. Guðmundur Daði Rúnarsson segir skipta miklu máli að stjórnvöld skapi fyrirsjáanleika varðandi sóttvarnaaðgerðir því flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggi sig með átta til tólf mánaða fyrirvara.Stöð 2/Egill „Við urðum fyrir algjöru tekjufalli þegar umferðin um flugvöllinn dróst saman. Nánast hundrað prósent tekjufall í gegnum faraldurinn. Þegar við vissum heldur ekki hvernig við myndum koma út úr faraldrinum og vitum ekki enn,“ segir Guðmundur Daði. Þótt farþegafjöldinn hafi tekið við sér í sumar ríki enn mikil óvissa um veturinn og næsta sumar. Sérstaklega vegna strangari sóttvarnaaðgerða hér á landi en í helstu samkeppnislöndum. Félagið sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um horfurnar framundan í dag. Minnsti vöxturinn miðar við óbreytt ástand. Miklu munar á þeirri mynd en ef slakað yrði á sóttvarnareglum til samræmis við aðra flugvelli, eða milljónum farþega á þremur árum. Það munar sem nemur nokkrum góðum loðnuvertíðum á útflutningstekjum ferðaþjónustunnar sem voru um 400 milljarðar árið 2019. Guðmundur Daði segir skipta miklu máli að ná strax til flugfélaga og ferðamanna fyrir næsta sumar enda skipuleggi þau sig og ferðaþjónustan almennt langt fram í tímann. Stækkun flugstöðvarinnar gæti seinkað Á Keflavíkurflugvelli er nú verið að grafa grunninn að fyrsta áfanganum af fjórum að stækkun flugstöðvarinnar. Þetta er áfangi upp á tuttugu þúsund fermetra sem kostar rúma tuttugu milljarða króna. Til samanburðar þá er þessi áfangi jafn stór og Kringlan var í upphafi. Guðmundur Daði segir þess viðbót verða á fjórum hæðum og eigi að vera lokið vorið 2024. Nú standa yfir framkvæmdir við flugstöðina þar sem í fyrsta áfanga að byggja tuttugu þúsund fermetra viðbót á fjórum hæðum.Stöð 2/Egill „Við erum að fara að stækka tösku og móttökusalinn. Næst um því tvöfalda afköstin í honum. Byggja fjögur ný hlið með landgöngubrúm á annarri hæð. Erum svo að undirbúa tengingu til austurs með nýjum landamærum á þriðju hæð,“ segir Guðmundur Daði. Nú þegar heimurinn sé að opnast á ný ríki mikil samkeppni um farþega. Vegna stöðunnar hér hafi þegar dregið úr sætaframboði flugfélaga hingað á næsta ári og þeim fækkað. Framtíðaráætlanir um enn frekari stækkun flugstöðvarinnar gætu dregist ef ekki takist að koma farþegafjöldanum sem fyrst upp í þær rúmu sjö milljónir sem hann hafi verið árið 2019. „Masterplanið eða þróunaráætlunin okkar gerir ráð fyrir því að hér verði 13,8 milljónir farþega árið 2040. Við erum að áfangaskipta framkvæmdunum í áttina að því markmiði,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnjúkasyrpa sé að koma endalokum“ Hefja formlegar viðræður um meirihlutastamstarf í borginni Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Sjá meira
Áform Isavia um stórkostlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fóru í biðstöðu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia segir umferð um flugvöllinn hafa á skömmum tíma farið niður í nánast ekki neitt. Guðmundur Daði Rúnarsson segir skipta miklu máli að stjórnvöld skapi fyrirsjáanleika varðandi sóttvarnaaðgerðir því flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggi sig með átta til tólf mánaða fyrirvara.Stöð 2/Egill „Við urðum fyrir algjöru tekjufalli þegar umferðin um flugvöllinn dróst saman. Nánast hundrað prósent tekjufall í gegnum faraldurinn. Þegar við vissum heldur ekki hvernig við myndum koma út úr faraldrinum og vitum ekki enn,“ segir Guðmundur Daði. Þótt farþegafjöldinn hafi tekið við sér í sumar ríki enn mikil óvissa um veturinn og næsta sumar. Sérstaklega vegna strangari sóttvarnaaðgerða hér á landi en í helstu samkeppnislöndum. Félagið sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um horfurnar framundan í dag. Minnsti vöxturinn miðar við óbreytt ástand. Miklu munar á þeirri mynd en ef slakað yrði á sóttvarnareglum til samræmis við aðra flugvelli, eða milljónum farþega á þremur árum. Það munar sem nemur nokkrum góðum loðnuvertíðum á útflutningstekjum ferðaþjónustunnar sem voru um 400 milljarðar árið 2019. Guðmundur Daði segir skipta miklu máli að ná strax til flugfélaga og ferðamanna fyrir næsta sumar enda skipuleggi þau sig og ferðaþjónustan almennt langt fram í tímann. Stækkun flugstöðvarinnar gæti seinkað Á Keflavíkurflugvelli er nú verið að grafa grunninn að fyrsta áfanganum af fjórum að stækkun flugstöðvarinnar. Þetta er áfangi upp á tuttugu þúsund fermetra sem kostar rúma tuttugu milljarða króna. Til samanburðar þá er þessi áfangi jafn stór og Kringlan var í upphafi. Guðmundur Daði segir þess viðbót verða á fjórum hæðum og eigi að vera lokið vorið 2024. Nú standa yfir framkvæmdir við flugstöðina þar sem í fyrsta áfanga að byggja tuttugu þúsund fermetra viðbót á fjórum hæðum.Stöð 2/Egill „Við erum að fara að stækka tösku og móttökusalinn. Næst um því tvöfalda afköstin í honum. Byggja fjögur ný hlið með landgöngubrúm á annarri hæð. Erum svo að undirbúa tengingu til austurs með nýjum landamærum á þriðju hæð,“ segir Guðmundur Daði. Nú þegar heimurinn sé að opnast á ný ríki mikil samkeppni um farþega. Vegna stöðunnar hér hafi þegar dregið úr sætaframboði flugfélaga hingað á næsta ári og þeim fækkað. Framtíðaráætlanir um enn frekari stækkun flugstöðvarinnar gætu dregist ef ekki takist að koma farþegafjöldanum sem fyrst upp í þær rúmu sjö milljónir sem hann hafi verið árið 2019. „Masterplanið eða þróunaráætlunin okkar gerir ráð fyrir því að hér verði 13,8 milljónir farþega árið 2040. Við erum að áfangaskipta framkvæmdunum í áttina að því markmiði,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnjúkasyrpa sé að koma endalokum“ Hefja formlegar viðræður um meirihlutastamstarf í borginni Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18