Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 09:31 Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans. Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira