Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 21:37 Sebastian Kurz á ekki sjö dagana sæla. Í maí var opnuð rannsókn á því hvort hann hefði framið meinsæri. Í dag var gerð húsleit hjá honum og samstarfsmönnum hans vegna ásakana um mútugreiðslna. Vísir/EPA Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. Rannsóknin tengist ásökunum um fjármálaráðuneytið undir stjórn Þjóðarflokks Kurz hafi greitt fyrir auglýsingar í götublaði í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun og að blaðið birti skoðanakannanir með slagsíðu á árunum 2016 til 2018 að minnsta kosti. Þetta hafi gerst þegar Kurz var utanríkisráðherra og síðar kanslari, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kurz neitar sjálfur ásökununum og fullyrti í dag að rannsóknin ætti sér pólitískar rætur. Í sama streng tók Gaby Schwarz, varaformaður Þjóðarflokksins. Húsleitinni í dag hafi verið ætlað að koma höggi á kanslarann og flokk hans. Leiðtogar þriggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna hafa krafist þess að neðri deild þingsins verði kallað saman til aukafundar vegna rannsóknarinnar. Þeir krefjast þess einnig að Kurz segi af sér. Málið er sagt skapa vandræði fyrir stjórnarsamstarf íhaldssama Þjóðarflokksins og vinstriflokksins Græningja en þeir höfðu „óspillt stjórnmál“ á stefnuskrá sinni. Fulltrúar Græningja hafa ekki sagt hversu langt þeir séu tilbúnir að ganga til að styðja Kurz þróist rannsóknin á honum áfram. Kurz var fyrir til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi framið meinsæri. Austurríki Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Rannsóknin tengist ásökunum um fjármálaráðuneytið undir stjórn Þjóðarflokks Kurz hafi greitt fyrir auglýsingar í götublaði í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun og að blaðið birti skoðanakannanir með slagsíðu á árunum 2016 til 2018 að minnsta kosti. Þetta hafi gerst þegar Kurz var utanríkisráðherra og síðar kanslari, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kurz neitar sjálfur ásökununum og fullyrti í dag að rannsóknin ætti sér pólitískar rætur. Í sama streng tók Gaby Schwarz, varaformaður Þjóðarflokksins. Húsleitinni í dag hafi verið ætlað að koma höggi á kanslarann og flokk hans. Leiðtogar þriggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna hafa krafist þess að neðri deild þingsins verði kallað saman til aukafundar vegna rannsóknarinnar. Þeir krefjast þess einnig að Kurz segi af sér. Málið er sagt skapa vandræði fyrir stjórnarsamstarf íhaldssama Þjóðarflokksins og vinstriflokksins Græningja en þeir höfðu „óspillt stjórnmál“ á stefnuskrá sinni. Fulltrúar Græningja hafa ekki sagt hversu langt þeir séu tilbúnir að ganga til að styðja Kurz þróist rannsóknin á honum áfram. Kurz var fyrir til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi framið meinsæri.
Austurríki Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20