Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 12:08 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57
Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51
Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48