Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 12:02 Vélmennin sem yfirvöld í Singapúr sendu út á götur borgarinnar fyrir skemmstu vöktu nokkurn óhug. Sumum þykir þau minna óþyrmilega á kvikmyndirnar um Robocop. Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar. Singapúr Mannréttindi Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar.
Singapúr Mannréttindi Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent