Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 14:01 Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Valsliðinu í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum