Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 14:01 Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Valsliðinu í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira