„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 12:00 Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti sínu gamla liði, Val. Vísir/Bára Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum