„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 12:00 Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti sínu gamla liði, Val. Vísir/Bára Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti