Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 21:10 Ferdinand Marcos yngri með móður sinni Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, árið 2019. Fjölskyldan var lengi vel í útlegð eftir að Marcos eldri var steypt af stóli en hún er sökuð um að hafa komist undan með óheyrileg auðæfi sem hún hafði af filippseysku þjóðinni. Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31
Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19