Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 12:31 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi. Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi.
Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11