Segist ekki vilja velja á milli fjölskyldunnar eða fótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2021 07:00 Sara Björk í einum af sínum 136 landsleikjum. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu. Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira