Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:53 Langþráður draumur William Shatner, sem fór með hlutverk kafteinsins James T. Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, rætist síðar í mánuðinum. Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. „Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021 Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021
Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16