Sjáðu Dagnýju skora á móti Man. City: Var búin að bíða lengi eftir fyrsta markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 12:30 Markaskorarar West Ham, Yui Hasegawa og Dagný Brynjarsdóttir, fagna hér marki á móti Manchester City ásamt liðsfélögum sínum. Getty/Charlotte Tattersall Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í West Ham unnu frábæran útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. West Ham liðið hefur þar með unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni og er komið upp í fimmta sætið. Dagný kom sínu liði á bragðið með því að skora fyrsta mark leiksins en það var líka hennar fyrsta mark fyrir West Ham. Yui Hasegawa innsiglaði síðan sigurinn. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það er frábær tilfinning að ná að vinna hérna. Við höfum trú á okkur sjálfum og komum ekki hingað til að vera með. Við vissum að við gætum gert þetta að erfiðum degi fyrir þær af því við höfum gert það áður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við heimasíðu West Ham. „Vikan fyrir leikinn var erfið, bæði með að koma okkur í betra form og líka að skoða mikið af taktík. Það hefur kannski ekki verið það skemmtilegasta en þetta gerir það allt þess virði. Við fengum ekki mikið af færum en nýttum þau vel og vörðumst sem eitt lið,“ sagði Dagný. Það má sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan og þar á meðal markið hjá íslensku landsliðskonunni. Manchester City 0-2 West Ham United The highlights from our big win on the road! pic.twitter.com/WMu0QlEfvD— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2021 „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði Dagný Hún var búin að bíða svolítið eftir fyrsta markinu fyrir félagið sem hún hefur haldið með frá unga aldri. „Ég hef beðið lengi eftir að skora mitt fyrsta mark í vínrauða og bláa búningnum. Ég fékk eitt tækifæri í dag og til allrar hamingju þá fór boltinn í netið,“ sagði Dagný. „Úrslitin voru þó það mikilvægasta en ég er ánægð með markið og ná að skora fyrir klúbbinn sem ég hef stutt svo lengi,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
West Ham liðið hefur þar með unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni og er komið upp í fimmta sætið. Dagný kom sínu liði á bragðið með því að skora fyrsta mark leiksins en það var líka hennar fyrsta mark fyrir West Ham. Yui Hasegawa innsiglaði síðan sigurinn. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það er frábær tilfinning að ná að vinna hérna. Við höfum trú á okkur sjálfum og komum ekki hingað til að vera með. Við vissum að við gætum gert þetta að erfiðum degi fyrir þær af því við höfum gert það áður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við heimasíðu West Ham. „Vikan fyrir leikinn var erfið, bæði með að koma okkur í betra form og líka að skoða mikið af taktík. Það hefur kannski ekki verið það skemmtilegasta en þetta gerir það allt þess virði. Við fengum ekki mikið af færum en nýttum þau vel og vörðumst sem eitt lið,“ sagði Dagný. Það má sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan og þar á meðal markið hjá íslensku landsliðskonunni. Manchester City 0-2 West Ham United The highlights from our big win on the road! pic.twitter.com/WMu0QlEfvD— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2021 „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði Dagný Hún var búin að bíða svolítið eftir fyrsta markinu fyrir félagið sem hún hefur haldið með frá unga aldri. „Ég hef beðið lengi eftir að skora mitt fyrsta mark í vínrauða og bláa búningnum. Ég fékk eitt tækifæri í dag og til allrar hamingju þá fór boltinn í netið,“ sagði Dagný. „Úrslitin voru þó það mikilvægasta en ég er ánægð með markið og ná að skora fyrir klúbbinn sem ég hef stutt svo lengi,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen)
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira