Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 22:21 Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri í Meistarakeppni KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira