Lössl reiknar með að Elías Rafn verði settur á bekkinn þegar hann er klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 21:30 Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu. Prestige/Getty Images Markvörðurinn Jonas Lössl hefur ekki enn spilað fyrir topplið Midtjylland á leiktíðinni þar sem hann fékk lengra sumarfrí. Elías Rafn Ólafsson hefur svo sannarlega nýtt tækifærið en Lössl hefur engar áhyggjur. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn fékk tækifærið í upphafi tímabils og hefur heldur betur nýtt það. Hann hefur haldið hreinu leik eftir leik og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Jonas Lössl er áratug eldri en Elías Rafn og samdi við Midtjylland fyrr á þessu ári eftir að hafa vermt varamannabekk Everton frá 2019. Hann lék með danska félaginu við góðan orðstír frá 2008 til 2014 áður en hann fór til Frakklands, Þýskaland og svo Englands. Lössl, reiknaði með því að vera í aðalhlutverki hjá Midtjylland en eftir að hafa meiðst með danska landsliðinu hefur Elías Rafn komið inn og staðið sig með prýði. Þó Elías Rafn hafi ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm deildarleikjum sem hann hefur spilað þá hefur Lössl ekki miklar áhyggjur og reiknar með að fá tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik þegar hann er klár til þess. Lössl hefur spilað sex deildarleiki á leiktíðinni. Þrívegis hélt hann marki sínu hreinu en í hinum þremur leikjunum fékk hann á sig fim mörk. Jonas Lössl har ingen bekymringer i den midtjyske målmandsduel - han forventer bestemt, at han skal spille, når han er klar #sldk #FCMAGF https://t.co/IOSvX6MYy7— discovery+ sport (@dplus_sportDK) October 3, 2021 Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Elías Rafn hefur alls spilað fimm leiki í deild og haldið marki sinu hreinu i þeim öllum. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Elías Rafn hélt hreinu enn á ný er Midtjylland valtaði yfir AGF Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland, vann 4-0 sigur á Íslendingaliði AGF í dag. Elías Rafn Ólafsson heldur sæti sínu í liði toppliðsins og virðist vart geta fengið á sig mark þessa dagana. 3. október 2021 16:16 Elías varði víti en þurfti að sætta sig við tap | Bayer Leverkusen vann stórsigur Öllum 16 leikjum dagsins er nú lokið í Evrópudeildinni í fótbolta. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn SC Braga, en Elías varði víti í leiknum og sá þannig til þess að Midtjlland var með forystu í hálfleik. 30. september 2021 21:13 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 „Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“ Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess. 29. september 2021 10:01 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Elías Rafn fékk tækifærið í upphafi tímabils og hefur heldur betur nýtt það. Hann hefur haldið hreinu leik eftir leik og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Jonas Lössl er áratug eldri en Elías Rafn og samdi við Midtjylland fyrr á þessu ári eftir að hafa vermt varamannabekk Everton frá 2019. Hann lék með danska félaginu við góðan orðstír frá 2008 til 2014 áður en hann fór til Frakklands, Þýskaland og svo Englands. Lössl, reiknaði með því að vera í aðalhlutverki hjá Midtjylland en eftir að hafa meiðst með danska landsliðinu hefur Elías Rafn komið inn og staðið sig með prýði. Þó Elías Rafn hafi ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm deildarleikjum sem hann hefur spilað þá hefur Lössl ekki miklar áhyggjur og reiknar með að fá tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik þegar hann er klár til þess. Lössl hefur spilað sex deildarleiki á leiktíðinni. Þrívegis hélt hann marki sínu hreinu en í hinum þremur leikjunum fékk hann á sig fim mörk. Jonas Lössl har ingen bekymringer i den midtjyske målmandsduel - han forventer bestemt, at han skal spille, når han er klar #sldk #FCMAGF https://t.co/IOSvX6MYy7— discovery+ sport (@dplus_sportDK) October 3, 2021 Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Elías Rafn hefur alls spilað fimm leiki í deild og haldið marki sinu hreinu i þeim öllum.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Elías Rafn hélt hreinu enn á ný er Midtjylland valtaði yfir AGF Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland, vann 4-0 sigur á Íslendingaliði AGF í dag. Elías Rafn Ólafsson heldur sæti sínu í liði toppliðsins og virðist vart geta fengið á sig mark þessa dagana. 3. október 2021 16:16 Elías varði víti en þurfti að sætta sig við tap | Bayer Leverkusen vann stórsigur Öllum 16 leikjum dagsins er nú lokið í Evrópudeildinni í fótbolta. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn SC Braga, en Elías varði víti í leiknum og sá þannig til þess að Midtjlland var með forystu í hálfleik. 30. september 2021 21:13 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 „Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“ Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess. 29. september 2021 10:01 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Elías Rafn hélt hreinu enn á ný er Midtjylland valtaði yfir AGF Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland, vann 4-0 sigur á Íslendingaliði AGF í dag. Elías Rafn Ólafsson heldur sæti sínu í liði toppliðsins og virðist vart geta fengið á sig mark þessa dagana. 3. október 2021 16:16
Elías varði víti en þurfti að sætta sig við tap | Bayer Leverkusen vann stórsigur Öllum 16 leikjum dagsins er nú lokið í Evrópudeildinni í fótbolta. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn SC Braga, en Elías varði víti í leiknum og sá þannig til þess að Midtjlland var með forystu í hálfleik. 30. september 2021 21:13
Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01
„Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“ Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess. 29. september 2021 10:01