Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 17:05 Bernard Tapie var 78 ára gamall. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. Tapie fæddist í parís árið 1943. Hann var sonur pípara en varð þó einn að ríkustu mönnum Frakklands. Hann varð einnig ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterand á tíunda áratug síðustu aldar og sat bæði í franska þinginu og Evrópuþinginu. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Þegar hann átti Marseille tókst liðsmönnum liðsins að vinna Meistaradeild Evrópu árið 1993. Þegar hann var svo dæmdur í fangelsi, á var það fyrir að hagræða úrslitum í fótboltaleik í fyrstu deild Frakklands. Þegar Tapie var ungur seldi hann sjónvörp á daginn og reyndi fyrir sér sem söngvari og kappakstursmaður á kvöldin, samkvæmt frétt France24.Hann reyndi einnig fyrir sér sem leikari í vinsælum frönskum sjónvarpsþáttum. Hann varð svo þekktur fyrir að taka yfir fyrirtæki sem voru illa stödd. Á nokkrum árum eignaðist hann fimmtíu fyrirtæki sem hann seldi fyrir gífurlegan hagnað. Það var svo eftir að hann var dæmdur í fangelsi að það byrjaði að halla undan veldi Tapie. Árið 2015 lýsti hann því svo yfir að hann væri orðinn öreigi. Undanfarin ár hefur staðið í ýmsum vandræðum varðandi lögin. Þau vandræði hafa að miklu leyti snúið að kaupum hans á Adidas árið 1990. Hann þurfti svo að selja fyrirtækið aftur til ríkisbankans Crédit Lyonnais. Árið 2008 komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að Tapie hefði verið fórnarlamb svika og starfsmenn bankans hefðu verðmeti Adidas allt of lágt þegar hann var þvingaður til að selja bankanum fyrirtækið. Christine Lagarde, sem var efnahagsráðherra þá, ákvað að áfrýja ekki niðurstöðu nefndarinnar og leiddi það til ásakana um spillingu. Í kjölfarið var Tapie gert að skila peningunum og hann sakaður um svik. Hann var sýknaður árið 2019 en saksóknarar beindu fljótt sjónum sínum aftur að Tapie og var hann aftur fundinn sekur um svik. Taka átti áfrýjun í því máli fyrir á miðvikudaginn. Frakkland Andlát Franski boltinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Tapie fæddist í parís árið 1943. Hann var sonur pípara en varð þó einn að ríkustu mönnum Frakklands. Hann varð einnig ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterand á tíunda áratug síðustu aldar og sat bæði í franska þinginu og Evrópuþinginu. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Þegar hann átti Marseille tókst liðsmönnum liðsins að vinna Meistaradeild Evrópu árið 1993. Þegar hann var svo dæmdur í fangelsi, á var það fyrir að hagræða úrslitum í fótboltaleik í fyrstu deild Frakklands. Þegar Tapie var ungur seldi hann sjónvörp á daginn og reyndi fyrir sér sem söngvari og kappakstursmaður á kvöldin, samkvæmt frétt France24.Hann reyndi einnig fyrir sér sem leikari í vinsælum frönskum sjónvarpsþáttum. Hann varð svo þekktur fyrir að taka yfir fyrirtæki sem voru illa stödd. Á nokkrum árum eignaðist hann fimmtíu fyrirtæki sem hann seldi fyrir gífurlegan hagnað. Það var svo eftir að hann var dæmdur í fangelsi að það byrjaði að halla undan veldi Tapie. Árið 2015 lýsti hann því svo yfir að hann væri orðinn öreigi. Undanfarin ár hefur staðið í ýmsum vandræðum varðandi lögin. Þau vandræði hafa að miklu leyti snúið að kaupum hans á Adidas árið 1990. Hann þurfti svo að selja fyrirtækið aftur til ríkisbankans Crédit Lyonnais. Árið 2008 komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að Tapie hefði verið fórnarlamb svika og starfsmenn bankans hefðu verðmeti Adidas allt of lágt þegar hann var þvingaður til að selja bankanum fyrirtækið. Christine Lagarde, sem var efnahagsráðherra þá, ákvað að áfrýja ekki niðurstöðu nefndarinnar og leiddi það til ásakana um spillingu. Í kjölfarið var Tapie gert að skila peningunum og hann sakaður um svik. Hann var sýknaður árið 2019 en saksóknarar beindu fljótt sjónum sínum aftur að Tapie og var hann aftur fundinn sekur um svik. Taka átti áfrýjun í því máli fyrir á miðvikudaginn.
Frakkland Andlát Franski boltinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira