Farið að hitna undir Solskjær | Gagnrýndur fyrir glott undir lok leiks gegn Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:01 Man United hefur aðeins unnið fimm af fyrstu 10 leikjum sínum á tímabilinu. Gareth Copley/Getty Images) Það virðist sem sæti Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Manchester United, sé farið að hitna. Liðið missteig sig enn á ný er vængbrotið lið Everton mætti á Old Trafford en leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira