Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki Andri Már Eggertsson skrifar 2. október 2021 18:30 Snorri Steinn var afar ánægður með karakterinn í sínu liði Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira