Jóhannes Karl: Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika Sverrir Mar Smárason skrifar 2. október 2021 14:45 Jóhannes Karl var eðlilega sáttur með stórsigur sinna manna. Vísir/Bára Dröfn Skagamenn komust í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur gegn Keflavík. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í leikslok. „Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29