Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 08:14 Svæðið við Keili er undir stöðugri vöktun. Vísir/Vilhem Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31