Gerðu tilraun með nýja eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 09:46 Nýja eldflaugin er hönnuð til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. Fyrir september höfðu vísinda- og hermenn Norður-Kóreu ekki skotið eldflaug á loft í hálft ár. AP fréttaveitan vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, sem segir markmið tilraunaskotsins hafa verið að kanna getu eldflaugarinnar, skotpallsins og ratsjár hans. Þá segir að tilraunin hafi gengið vonum framar og þar að auki hafi tekist að auka drægni eldflaugarinnar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, stakk upp á því í vikunni að samskiptum yrði komið aftur á milli ráðamanna í Norður- og Suður-Kóreu. Þrátt fyrir það segja embættismenn í Suður-Kóreu að símtölum þeirra til nágranna sinna hafi ekki verið svarað, samkvæmt frétt Yonhap frá Suður-Kóreu. Tilraunir Norður-Kóreu með eldflaugar eru brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn landsins hefur á undanförnum árum varið miklu púðri í að framleiða kjarnorkuvopn og lang- og skammdrægar eldflaugar sem geta borið þau vopn. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins hafa verið strandaðar frá 2019 en Norður-Kórea hefur ekki gert tilraun með langdrægar eldflaugar í fjögur ár. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni. 16. september 2021 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Fyrir september höfðu vísinda- og hermenn Norður-Kóreu ekki skotið eldflaug á loft í hálft ár. AP fréttaveitan vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, sem segir markmið tilraunaskotsins hafa verið að kanna getu eldflaugarinnar, skotpallsins og ratsjár hans. Þá segir að tilraunin hafi gengið vonum framar og þar að auki hafi tekist að auka drægni eldflaugarinnar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, stakk upp á því í vikunni að samskiptum yrði komið aftur á milli ráðamanna í Norður- og Suður-Kóreu. Þrátt fyrir það segja embættismenn í Suður-Kóreu að símtölum þeirra til nágranna sinna hafi ekki verið svarað, samkvæmt frétt Yonhap frá Suður-Kóreu. Tilraunir Norður-Kóreu með eldflaugar eru brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn landsins hefur á undanförnum árum varið miklu púðri í að framleiða kjarnorkuvopn og lang- og skammdrægar eldflaugar sem geta borið þau vopn. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins hafa verið strandaðar frá 2019 en Norður-Kórea hefur ekki gert tilraun með langdrægar eldflaugar í fjögur ár.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni. 16. september 2021 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35
Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53
Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni. 16. september 2021 23:30