Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 12:01 Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Vals með prýði síðustu ár en enginn virðist geta sagt með vissu að hann verði áfram hjá félaginu næsta sumar. vísir/bára Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira