Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 12:01 Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Vals með prýði síðustu ár en enginn virðist geta sagt með vissu að hann verði áfram hjá félaginu næsta sumar. vísir/bára Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira