Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 10:07 Verulegur skortur hefur verið á trúðum á Norður-Írlandi undanfarið. Trúðar kalla eftir því að fleiri skrái sig í trúðaskólann. Getty/Allen J. Schaben „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“ Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“
Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira