Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 10:04 Nicolas Sarkozy var forsetinn Frakklands frá 2007 til 2012. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2017. AP/Ludovic Marin Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. Sarkozy var sakaður um að eyða tæplega tvöfalt meira fé í kosningabaráttu sína árið 2012 en lög leyfa. Hann tapaði kosningunum fyrir Francois Hollande, frambjóðanda sósíalista. Fyrrverandi forsetinn er sagður hafa vitað að hann væri nálægt lögbundnu hámarki um kostnað forsetaframboðs. Hann hafi hunsað ábendingar endurskoðenda sinna og skipulagt stóra kosningafundi, að sögn AP-fréttastofunnar. Sarkozy neitaði sök og hélt því fram að hann hafi ekki ætlað sér nein svik. Þá hafi hann haft fólk í vinnu til að stýra framboðinu og því væri ekki hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir brotin. Þrettán aðrir eru ákærðir í málinu, þar á meðal félagar Sarkozy úr Lýðveldisflokknum, endurskoðendur og yfirmenn almannatengslastofu sem skipulagði kosningafundi. Þeir eru ákærðir fyrir falsaðir, trúnaðarbrot, fjársvik og aðild að brotum á kosningalögum. Sumir þeirra hafa viðurkennt að hafa falsað reikninga til að fela framúrkeyrsluna. Áður var Sarkozy dæmdur fyrir spillingu í öðru dómsmáli í mars. Hann hlaut ársfangelsisdóm en áfrýjaði honum. Gengur Sarkozy laus í millitíðinni. Frakkland Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sarkozy var sakaður um að eyða tæplega tvöfalt meira fé í kosningabaráttu sína árið 2012 en lög leyfa. Hann tapaði kosningunum fyrir Francois Hollande, frambjóðanda sósíalista. Fyrrverandi forsetinn er sagður hafa vitað að hann væri nálægt lögbundnu hámarki um kostnað forsetaframboðs. Hann hafi hunsað ábendingar endurskoðenda sinna og skipulagt stóra kosningafundi, að sögn AP-fréttastofunnar. Sarkozy neitaði sök og hélt því fram að hann hafi ekki ætlað sér nein svik. Þá hafi hann haft fólk í vinnu til að stýra framboðinu og því væri ekki hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir brotin. Þrettán aðrir eru ákærðir í málinu, þar á meðal félagar Sarkozy úr Lýðveldisflokknum, endurskoðendur og yfirmenn almannatengslastofu sem skipulagði kosningafundi. Þeir eru ákærðir fyrir falsaðir, trúnaðarbrot, fjársvik og aðild að brotum á kosningalögum. Sumir þeirra hafa viðurkennt að hafa falsað reikninga til að fela framúrkeyrsluna. Áður var Sarkozy dæmdur fyrir spillingu í öðru dómsmáli í mars. Hann hlaut ársfangelsisdóm en áfrýjaði honum. Gengur Sarkozy laus í millitíðinni.
Frakkland Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00