Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2021 09:51 Íslandsbanki telur að Seðlabankinn sé kominn í hækkunarfasa þegar kemur að stýrivöxtum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. „Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á vaxtaákvörðunardaginn 6. október. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 1,5% og hafa þá samtals hækkað um 0,75 prósentur frá maíbyrjun,“ segir á vef Íslandsbanka þar sem farið er ítarlega yfir rök með og á móti því að hækka stýrivexti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent í ágúst, á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Segja hagfræðingar Íslandsbanka að í raun blasi frekari stýrivaxtahækkun við. „Dregið hefur úr óvissu um framgang Delta-bylgju faraldursins og efnahagsbati virðist kominn á nokkurt skrið. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálát, skammtíma verðbólguhorfur hafa þokast til verri vegar og verðbólguálag á markaði hefur mjakast upp. Í ljósi þess hversu peningastefnunefndinni virðist umhugað um að raunstýrivextir hækki fyrr en síðar í átt að núllpunktinum og þess að tveir nefndarmenn af vildu stíga stærra hækkunarskref í ágúst en raunin varð þótt óvissa væri þá meiri en nú virðist þessi niðurstaða blasa við,“ segir á vef bankans. Ýmis rök með og á móti en rökin með vegi þyngra Farið er yfir rök með og á móti stýrivaxtahækkun og segir að ýmsir þættir mæli með stýrivaxtahækkun: Verðbólga enn yfir 4,0% þolmörkum verðbólgumarkmiðsins Hækkun íbúðaverðs talsvert hraðari en hækkun neysluverðlags og launa Innlend eftirspurn hefur tekið myndarlega við sér Væntingar heimila og fyrirtækja benda til áframhaldandi vaxtar í innlendir eftirspurn Skammtíma verðbólguhorfur hafa versnað Verðbólguálag til lengri tíma hefur hækkað Þó séu nokkrir þættir sem mæli á móti stýrivaxtahækkun: Nokkur óvissa um ríkisstjórnarmyndun Bakslag í ferðaþjónustu mun líklega vara enn um sinn Áhrif vaxtahækkunar í ágúst og lækkunar veðsetningarhlutfalls enn að koma fram á íbúðamarkaði Atvinnuleysi enn talsvert og nokkur slaki í hagkerfinu Langtíma verðbólguvæntingar enn í samræmi við markmið Telur bankinn að rökin með stýrivaxtahækkun vegi þyngra á metunum við ákvörðun peningastefnunefndar en rökin á móti. Spá því að Seðlabankinn sé kominn í vaxtahækkunarferli Þá telur bankinn ljóst af orðum og gerðum peningastefnunefndar að Seðlabankinn sé kominn í vaxtahækkunarferli sem ætlunin sé að halda áfram af nokkrum krafti á komandi misserum, ef ekki verði verulegt bakslag í efnahagsmálum. Sem fyrr segir spáir bankinn hækkun í næstu viku, en mögulegt sé að bankinn staldri við eftir það fram að áramótum, svo haldi hækkanir áfram. Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri og formaður PeningastefnunefndarVísir/Vilhelm „Í kjölfarið gerum við ráð fyrir að vextir verði hækkaðir á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri árshelmings 2022. Vextirnir verða þar með komnir í 2,5% um svipað leyti og verðbólga nálgast markmið Seðlabankans samkvæmt spá okkar og raunstýrivextir á þann kvarða verða þar með við núllið að ári liðnu. Þar eftir hljóðar spáin upp á 0,25 prósentu hækkun á hverjum ársfjórðungi fram á mitt ár 2023. 3,5% stýrivextir eru að mati okkar nærri jafnvægisvöxtum á komandi árum að gefinni verðbólgu í takti við markmið og þokkalegum hagvexti,“ segir í greiningu bankans sem má lesa í heild sinni hér. Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. 29. september 2021 19:20 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. 22. september 2021 11:45 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
„Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á vaxtaákvörðunardaginn 6. október. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 1,5% og hafa þá samtals hækkað um 0,75 prósentur frá maíbyrjun,“ segir á vef Íslandsbanka þar sem farið er ítarlega yfir rök með og á móti því að hækka stýrivexti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent í ágúst, á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Segja hagfræðingar Íslandsbanka að í raun blasi frekari stýrivaxtahækkun við. „Dregið hefur úr óvissu um framgang Delta-bylgju faraldursins og efnahagsbati virðist kominn á nokkurt skrið. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálát, skammtíma verðbólguhorfur hafa þokast til verri vegar og verðbólguálag á markaði hefur mjakast upp. Í ljósi þess hversu peningastefnunefndinni virðist umhugað um að raunstýrivextir hækki fyrr en síðar í átt að núllpunktinum og þess að tveir nefndarmenn af vildu stíga stærra hækkunarskref í ágúst en raunin varð þótt óvissa væri þá meiri en nú virðist þessi niðurstaða blasa við,“ segir á vef bankans. Ýmis rök með og á móti en rökin með vegi þyngra Farið er yfir rök með og á móti stýrivaxtahækkun og segir að ýmsir þættir mæli með stýrivaxtahækkun: Verðbólga enn yfir 4,0% þolmörkum verðbólgumarkmiðsins Hækkun íbúðaverðs talsvert hraðari en hækkun neysluverðlags og launa Innlend eftirspurn hefur tekið myndarlega við sér Væntingar heimila og fyrirtækja benda til áframhaldandi vaxtar í innlendir eftirspurn Skammtíma verðbólguhorfur hafa versnað Verðbólguálag til lengri tíma hefur hækkað Þó séu nokkrir þættir sem mæli á móti stýrivaxtahækkun: Nokkur óvissa um ríkisstjórnarmyndun Bakslag í ferðaþjónustu mun líklega vara enn um sinn Áhrif vaxtahækkunar í ágúst og lækkunar veðsetningarhlutfalls enn að koma fram á íbúðamarkaði Atvinnuleysi enn talsvert og nokkur slaki í hagkerfinu Langtíma verðbólguvæntingar enn í samræmi við markmið Telur bankinn að rökin með stýrivaxtahækkun vegi þyngra á metunum við ákvörðun peningastefnunefndar en rökin á móti. Spá því að Seðlabankinn sé kominn í vaxtahækkunarferli Þá telur bankinn ljóst af orðum og gerðum peningastefnunefndar að Seðlabankinn sé kominn í vaxtahækkunarferli sem ætlunin sé að halda áfram af nokkrum krafti á komandi misserum, ef ekki verði verulegt bakslag í efnahagsmálum. Sem fyrr segir spáir bankinn hækkun í næstu viku, en mögulegt sé að bankinn staldri við eftir það fram að áramótum, svo haldi hækkanir áfram. Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri og formaður PeningastefnunefndarVísir/Vilhelm „Í kjölfarið gerum við ráð fyrir að vextir verði hækkaðir á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri árshelmings 2022. Vextirnir verða þar með komnir í 2,5% um svipað leyti og verðbólga nálgast markmið Seðlabankans samkvæmt spá okkar og raunstýrivextir á þann kvarða verða þar með við núllið að ári liðnu. Þar eftir hljóðar spáin upp á 0,25 prósentu hækkun á hverjum ársfjórðungi fram á mitt ár 2023. 3,5% stýrivextir eru að mati okkar nærri jafnvægisvöxtum á komandi árum að gefinni verðbólgu í takti við markmið og þokkalegum hagvexti,“ segir í greiningu bankans sem má lesa í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. 29. september 2021 19:20 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. 22. september 2021 11:45 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. 29. september 2021 19:20
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44
Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. 22. september 2021 11:45
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34