Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 15:31 Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsbikarnum um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira